„Við erum með ömurlegan forseta í Bandaríkjunum. Augljóslega hefur það áhrif,“ segir Jón von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi Vivaldi, sem er búsettur í Boston.

„Mér fannst mjög gaman að sjá það hérna á Íslandi þegar kemur saman ríkisstjórn frá fólki úr mismunandi flokkum, miðað við það sem við erum að sjá í Bandaríkjunum með fólki sem er í tveimur flokkum sem alls ekki ganga saman. Pólitíkin er dálítið leiðinleg. Sjálfur er ég að vona að þessi rannsókn komist í höfn fljótlega og að þessi forseti finni sér eitthvað annað að gera,“ segir Jón.

Hann hafi fundið fyrir því að fólk í kringum hann sé hrætt við að fara til Bandaríkjanna. „En þú tekur ekkert eftir því þegar þú ert í Bandaríkjunum. Það er ekki þannig að allir Bandaríkjamenn séu orðnir eins og Trump. Fólk hefur áhyggjur af þessu og ég skil það vel,“ segir Jón.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .