Hagstofa Íslands tilkynnti í dag breytingu á útreikningi meðalvaxta til þess að meta fórnarkostnað húsnæðiseignar í vísitölu neysluverðs. "Þetta skiptir töluverðu máli í ljósi þess að raunvaxtastig hefur lækkað töluvert á síðustu 5 árum og mun vísitala neysluverðs verða færð niður um 0,45% í kjölfar breyttra reiknireglna," segir í Hálffimm fréttum Kaupþings banka. Heildarupphæð verðtryggðra skuldbindinga hérlendis er nú u.þ.b. 420 milljarðar króna og þannig mun þessi breyting á reiknireglum Hagstofunnar ? að öðru óbreyttu ? skila um tveggja milljarða króna ávinningi til íslenskra verðtryggðra skuldunauta.

Síðustu 9 mánuði hefur sú regla gilt að notast er við 60 mánaða meðaltal raunvaxta til þess að reikna fórnarskostnað húsnæðis, en frá og með næsta mánuði verður notast við 12 mánaða meðaltal.