Tveir einstaklingar á viku urðu að jafnaði milljarðamæringar í Kína á síðasta ári, sé talið í dollurum. Þetta kemur fram í skýrslu frá svissneska bankanum UBS og endurskoðunarfyrirtækinu PwC að því er BBC greinir frá . Miðað við núverandi gengi dollarsins samsvarar það því að auður þeirra sé um 120 milljarða króna.

Í skýrslunni segir að 106 manns hafi orðið milljarðamæringar í Kína fyrra en auður 51 einstaklings fallið undir milljarð dollara. Það þyki til marks um hve áhættusamt það sé að stunda atvinnurekstur í Kína.

Fjölgun milljarðamæringar er hvergi meiri en í Kína en þar segir jafnframt að í milljarðamæringum í Kína hafi fjölgað úr 318 í 373 á síðasta ári. Heildarauður þeirra er metinn á 1.120 milljarða dollara, um 136.000 milljarða króna. Alls jókst heildarauður milljarðamæringa um 19% á milli ára í um 8.900 milljarða dollara, sem skiptist á milli 2.158 einstaklinga. Nú er um einn af hverjum sex milljarðamæringum frá Kína.

Milljarðamæringar í Asíu eru nú orðnir fleiri en í Bandaríkjunum þó heildarauður bandarískra milljarðamæringa sé enn meiri segir í skýrslunni að ef fram heldur sem horfir muni hinir asísku taka fram úr bandarísku milljarðamæringunum eftir þrjú ár.