Úkraína mun hugsanlega skerða það magn af gasi sem fer í gegnum landið til Evrópu láti rússneska fyrirtækið Gazprom verða að áætlun sinni um að skerða flutning til Úkraínu. Frá þessu er greint á vef BBC í dag.

Eins og fram kom í gær munu áætlar Gazprom að minnka flutning á gasi til Úkraínu um 25% en fyrirtækið sakar ríkisstjórn Úkraínu um að skulda stórar upphæði. Mikið að því magni sem Rússland selur til Evrópu fer í gegnum gasleiðslur í Úkraínu.

Úkraínska gasfyrirtæið Naftogaz, sem er í eigu ríkisins hefur segist áskilja sér rétt til að takmarka flutning gass til Evrópu og segja það „viðeigandi“ aðgerðir láti Rússarnir verða að skerðingu sinni.