Úkraínsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti þeim neyðarlán að andvirði 1800-2400 milljarða króna. Þetta segir fjármálaráðherra Úkraínu.

Við sjáum fram á að við getum komist að með efnahagsáætlun hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ég hef fulla trú á að við munum fá það sem við erum að biðja um. Upphæðin er á bilinu 1800 til 2400 milljarðar króna, sagði Oleksandr Sjilapak við blaðamenn þegar hann var á leið til ríkisstjórnarfundar fyrr í dag.

Sá pólitíski órói sem hefur verið á Krímskaganum undanfarna mánuði hefur leikið Úkraínumenn illa. Það lítur út fyrir að landsframleiðsla muni dragast saman um þrjú prósent í ár en hagvöxtur var 0 í fyrra.

Norski viðskiptavefurinn e24. fjallar um málið.