Skuldsettar yfirtökur voru vinsælar í íþróttaheiminum á árunum 2005 til 2007. Þær reynast nú íþróttafélögum erfiðar og eru þar stærstu og virtustu íþróttafélög heims engin undantekning.

Skuldir Liverpool félagsins eru nánast óviðráðanlegar, til lengri tíma litið, ef marka má umfjöllun breska blaðsins Guardian.

Þær eru samtals nærri 400 milljónir punda, eða 76 milljarðar króna. Þungbærast fyrir félagið er hár launakostnaður en hann nemur um 70 prósent af tekjum á hverjum tíma.

Reksturinn er af þessum sökum ósjálfbær nema að félagið geti selt leikmenn fyrir meira en það kaupir. Sem ekki fer saman við árangurskröfur á þeim bænum.