© AFP (AFP)

Hjartaknúsararnir Brad Pitt, eiginmaður Angelinu Jolie, ásamt George Clooney, einum af sendiherrum Sameinuðu þjóðanna.

„Starf mitt hjá Sameinuðu þjóðunum mun fela í sér að vinna ýmis verkefni með velviljandi sendiherrum, svo sem Angelinu Jolie, Michael Douglas og George Clooney ásamt því að sinna samskiptum við kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn í Bandaríkjunum,“ segir Jón Ingi Herbertsson, upplýsingafulltrúi Marels.

Jón Ingi Herbertsson
Jón Ingi Herbertsson

Fjölmargar kvikmyndastjörnur hafa borið nafnbótina velviljandi sendiherrar Sameinuðu þjóðanna. Þar á meðal eru Sophia Loren og Richard Burton. Angelina Jolie hefur borið hana í ellefu ár en hún hefur á vegum stofnunarinnar m.a. hitt flóttamenn í Tansaníu, Síerra Leóne, Afganistan og Pakistan.

George Clooney hefur verið sendiherra Sameinuðu þjóðanna í fjögur ár. Hans hlutverk hefur m.a. falist í að vinna að því að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, þar á meðal í Darfúr-héraði í Súdan.

Kominn á heimaslóðir

Jón Ingi er að ljúka sínum síðasta degi hjá Marel í dag og hefur eitt af hans síðustu verkum verið að leggja lokahönd á ársskýrslu fyrirtækisins fyrir aðalfund Marel í lok mánaðar. Hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til New York í Bandaríkjunum í næstu viku og mun daginn eftir flutninginn hefja störf á upplýsingadeildinni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.

Kvikmyndin Salt gagnrýnd
Kvikmyndin Salt gagnrýnd
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Segja má að Jón Ingi sé að koma á aðrar heimaslóðir. Hann vann á upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna í New York á árabilinu 1992 til 2004 en flutti eftir það til Genf í Sviss þar sem hann vann sömuleiðis hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann tók við stöðu upplýsingafulltrúa hjá Marel árið 2008.

Margar stjörnur á skrifstofum SÞ

Starf Jóns Inga ytra er angi af upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið starfrækt í nokkur ár og vinnur hún haði þvi að koma boðskap Sameinuðu þjóðanna á framfæri auk þess að vinna með kvikmyndastjörnum sem sendiherrastöðu sem vinna fyrir stofnunina um heim allan.

„Kvikmyndagerðarmenn leita mikið til Sameinuðu þjóðanna enda fjalla þeir oft um stofnunina í myndum sínum. Stundum biðja þeir um aðgang að skrifstofum stofnunarinnar eða um ráðgjöf í tilteknum málaflokkum,“ segir Jón Ingi og bendir að að tiltölulega nýlega hafi upptökulið og leikarar í sjónvarpseríunni Law & Order fengið að taka upp í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.