Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI6ISK, hefur hækkað mikið undanfarna daga. Hún hefur haldið áfram að hækka í dag og snerti hún 1.007 stig í morgun. Það táknar að hún hefur hækkað um 10,6% frá því um áramótin og hefur vísitalan ekki verið hærri en nú frá því fyrravor þegar hún fór hæst í um 1.013 stig. Það er hæsta gildi hennar frá því vísitalan var tekin upp í janúar 2009.

Gengi bréfa Marels, sem vegur þungt í úrvalsvísitölunni, hafa hækkað skarpt frá því síðasta haust eða um hátt í 30%. Frá áramótum hefur gengi bréfa Marels hækkað um liðlega 17%.