Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,17% frá því viðskipti hófust á nýju ári.  og stendur hún nú í 1.057,58 stigum. Vísitalan stóð í 909,66 stigum við upphaf síðasta árs og hækkaði um rétt tæp 16,3% á nýliðnu ári.

Það sem af er degi hefur gengi bréfa fasteignafélagsins Regins lækkað um 0,73% og gengi bréfa Marel um 0,36%. Ekki eru mikil viðskipti á bak við gengisþróunina eða samtals níu milljónir króna.