Plötuútgáfan Record Records skilaði rúmlega 9 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Haraldur Leví Gunnarsson, stofnandi og eigandi útgáfunnar, segir plötur Of Monsters and Men og Retro Stefson útskýra gott gengi útgáfunnar í fyrra.

„Þetta er ótrúlega misjafnt. Þetta er svo ófyrirsjáanlegur bransi. Eitt ár getur gengið vel og næsta ár hrikalega illa. Þetta fer eftir framboði. Við vorum mjög heppin á síðasta ári og vorum með góð verkefni í gangi,“ segir Haraldur Leví. Hann segir tónlistarútgáfu mikið hark þar sem allt getur gerst. Hann segir síðustu tvö ár hafa verið góð hvað varðar plötusölu hér á landi en yfirleitt skýrist hún þó að miklu leyti af sölu þeirra listamanna sem eiga vinsælustu plöturnar. Á meðal hljómsveita sem eru á mála hjá RecordRecords er Of Monsters and Men og Retro Stefson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.