Fjár­mála­kerfið hér á landi stendur traustum fótum á sama tíma og peninga­legt að­hald hefur aukist. Eigin­fjár- og lausa­fjár­staða kerfis­lega mikil­vægra banka er sterk. Van­skil út­lána eru enn lítil og rekstrar­af­koma bankanna góð,“ svona hefst yfir­lýsing fjár­mála­stöðug­leika­nefndar Seðla­banka Ís­lands í morgun.

Ný­legar út­gáfur á er­lendum skulda­bréfa­mörkuðum hafa dregið úr endur­fjár­mögnunar­á­hættu þótt vaxta­kjörin hafi versnað að mati nefndarinnar sem telur jafn­framt við­náms­þrótt kerfisins vera góðan og hefur því á­kveðið að halda gildi sveiflu­jöfnunar­aukans ó­breyttum í 2,5%.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefndin á­kvað 15. mars síðast­liðinn að hækka kröfu sveiflu­jöfnunar­auka fjár­mála­fyrir­tækja úr 2,0% í 2,5%. Tekur sú á­kvörðun gildi 16. mars 2024. Greiningar á stöðu sveiflu­tengdrar kerfis­á­hættu benda til að hún hafi vaxið á síðustu árum og sé nú ná­lægt eða fyrir ofan sögu­legt meðal­tal.

Munar þar mestu um mikla hækkun fast­eigna­verðs frá upp­hafi far­aldursins og mikla verð­bólgu sem hefur á­hrif á greiðslu­byrði og greiðslu­getu að mati bankans.

„Sterk eigin­fjár­staða heimila skapar við­náms­þrótt“

Í yfir­lýsingu nefndarinnar segir að hag­vöxtur hér á landi sé enn mikill og at­vinnu­leysi lítið.

Mikil hækkun nafn­launa hefur leitt til þess að kaup­máttur hefur haldist til­tölu­lega mikill undan­farin misseri þrátt fyrir mikla verð­bólgu. Heimili og fyrir­tæki standa aftur á móti frammi fyrir versnandi fjár­mála­skil­yrðum.

„Skörp hækkun fast­eigna­verðs og nei­kvæðir raun­vextir hafa skilað hraðri eigin­fjár­myndun, sér­stak­lega hjá þeim sem hafa fjár­magnað fast­eigna­kaup með nafn­vaxta­lánum. Setning lán­þega­skil­yrða, bæði há­mark veð­setningar- og greiðslu­byrðar­hlut­falls, dró úr hættunni á því að hröð eigin­fjár­myndun skapaði for­sendur fyrir ó­hóf­lega skuld­setningu. Það sést m.a. af því að skulda­hlut­fall heimila hefur verið stöðugt í 150% af ráð­stöfunar­tekjum þeirra. Sterk eigin­fjár­staða heimila skapar við­náms­þrótt til að mæta versnandi fjár­mála­skil­yrðum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Með verð­bólgu og hækkun vaxta er þyngri greiðslu­byrði fyrir þá sem hafa tekið lán á breyti­legum nafn­vöxtum ó­um­flýjan­leg.

„Þá mun vaxta­festa margra lán­taka brátt renna sitt skeið og hækkandi raun­vextir þyngja greiðslu­byrði.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd brýnir fyrir lán­veit­endum að huga tíman­lega að þyngri greiðslu­byrði lán­tak­enda til þess að fyrir­byggja greiðslu­erfið­leika. Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja láns­tíma, taka upp jafn­greiðslu­skil­mála, setja þak á greidda nafn­vexti og líta til ó­líkra lána­forma sem bjóða upp á mis­munandi greiðslu­byrði.“

Rúm eigin­fjár­staða margra lán­taka ætti að gefa tölu­vert svig­rúm til að tryggja að greiðslu­byrði haldist í takti við við­mið lán­þega­skil­yrða sem nefndin hefur sett.

„Nauð­syn­legt er að halda á­fram að styrkja net- og rekstra­r­öryggi fjár­mála­fyrir­tækja og að auka við­náms­þrótt greiðslu­miðlunar hér á landi. Telur nefndin að þau skref sem hafa verið stigin í átt að inn­lendri, ó­háðri smá­greiðslu­miðlun séu já­kvæð í því sam­hengi.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd mun á­fram beita þeim stýri­tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varð­veita fjár­mála­stöðug­leika hér á landi svo að fjár­mála­kerfið geti staðist á­föll, miðlað láns­fé og greiðslum og dreift á­hættu með við­hlítandi hætti,“ segir að lokum í yfir­lýsingunni.

Kynningar­fundur fjár­mála­stöðug­leika­nefndar verður í beinni frá Safna­húsinu 9:30 en fundinum verður einnig streymt á vef Við­skipta­blaðsins.