Fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að segja af sér þrátt fyrir að gríska þjóðin hafi hafnað samningunum við lánadrottna landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

BBC greinir frá því að Varoufakis hafi sagt að hann teldi að fjarvera hans myndi hjálpa við að finna lausn. Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafi viljað að hann segði af sér.

Business Insider greinir frá fjórum líklegum til að leysa Varoufakis af hólmi:

1. Yannis Dragasakis

Dragasakis er aðstoðar forsætisráðherra Grikkland, hann er hagfræðingur og fyrrum Marxisti. Hann hefur haldið sig heldur utan sviðsljóssins.

2. Giorgos Stathakis

Stathakis er efnahags-, innviða-, flutninga- og ferðaþjónusturáðherra Grikklands. Hann var áður prófessor við háskólann í Krít.

3. Euclid Tsakalotos

Tsakalotos er aðstoðar utanríkisráðherra Grikklands og er hagfræðingur frá Oxford. Hann hefur unnið að viðræðum Grikkja við lánadrottna og er talinn einna líkastur til að taka við af Varoufakis.

4. George Chouliarakis

Chouliarakis er yfir samningateymi Grikklands. Hann er lektor við Manchester háskólann í Bretlandi og hefur verið vinsæll meðal lánadrottna.