Samráðsvettvangur um aukna hagsæld hefur kynnt efnahagsleg markmið og hagvaxtarramma til ársins 2030. Tillögurnar, sem voru kynntar á miðvikudaginn, eru alls níu talsins. Þær eiga að stuðla að auknum hagvexti og færa Ísland ofar á lista yfir verga landsframleiðslu OECD ríkja. Ísland er í 12. sæti á listanum og er stefnan sett á fjórða sætið árið 2030.

Markmiðin sem lögð voru fram eru í meginatriðum þrjú. Í fyrsta lagi að meðalhagvöxtur á hvern íbúa verði 2,6% ár hvert. Í öðru lagi á að ná skuldahlutfalli hins opinbera niður fyrir 60% af landsframleiðslu (VLF) fyrir árið 2030. Í þriðja lagi á að ná stöðugleika í verðlagi og að meðalverðbólga verði 2,5% til sama árs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.