Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að óumflýjanlegt væri að skera verulega niður ríkisútgjöld. Þetta kemur fram á vef Reuter.

Obama sagði að ómögulegt væri að reka bandaríska ríkið með svo miklum halla. Spáð er að hallinn á alríkissjóðnum verði 1,47 billjarðar dala í ár sem væri met frá upphafi. Fjárhagsárinu lauk 30. september

Kosningar verða haldnar 2. nóvember. Miðað við kosningaspár munu Demókratar fá umtalsverðan skell.