Verðbólga á evrusvæðinu á ársgrundvelli mældist 2,2% í desember. Markmið Evrópska seðlabankans er að halda verðbólgu „nærri en undir 2%“ og er verðbólga nú hærri en markmið í fyrsta sinn í yfir tvö ár.

Í frétt á vef Financial Times segir að verðbólga hafi hækkað um 0,3% í desember frá fyrri mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat. Stofnunin gefur engar frekari skýringar á hækkuninni er talið er víst að hana megi rekja til verðhækkana á matvælum og olíu vegna gengislækkunar evrunnar í lok árs.

Stýrivextir Evrópska seðlabankans hafa verið 1% síðan í maí 2009. Að auki hefur bankinn brugðist við vandræðum evruríkjanna með innspýtingu fjármagns.