Verðbólga í Bretlandi náði 41 ára hámarki í október þegar hún mældist 11,1% eftir mikla hækkun á orku- og matvælaverði. Til samanburðar mældist verðbólgan 10,1% í september. Verðbólgan var yfir væntingum hagfræðinga sem Reuters leitaði til sem höfðu spáð því hún yrði nær 10,7%.

Árshækkun á matvælaverði mældist 16,5% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 45 ár samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Verð á gasi hefur hækkað um nærri 130% á síðastliðnu ári og raforkuverð um 66% að sögn hagfræðings Hagstofunnar.

Kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 6,5% í október og var óbreytt frá fyrri mánuði. Hagfræðingar áttu von á að hún yrði 6,4%.

Í umfjöllun Financial Times segir að verðbólgutölurnar gæti neytt Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, að hækka stýrivexti um hálfa prósentu við næstu vaxtaákvörðun í desember. Reynist það rétt mun stýrivextir í Bretlandi fara úr 3,0% í 3,5%.