Verðbólga mældist 0,7% á evrusvæðinu í febrúar. Hún var 0,8% í janúar, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Tölur sem þessar hafa ekki sést á evrusvæðinu í að verða fjögur ár. Botninum náí í nóvember árið 2009 þegar verðbólga fór niður í 0,5%.

Reuters-fréttastofan rifjar upp að Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, hafi sagt bankann ætla að koma í veg fyrir verðhjöðnun. Raunar sé ekki hætta á að það gerist hjá öllum evruríkjunum þótt það hafi gerist í stöku landi.