Verðbólga mældist 2,1% í Þýskalandi í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er rétt við verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans. Verðbólga mældist 2,3% í fyrra og 1,1% árið á undan. Snarpar hækkanir á raforku- og eldsneytiverði halda sem fyrr verðbólgunni upp. Hækkunin nemur 7,2% frá áramótum. Ef raforkuverð er tekið úr jöfnunni fer verðbólgan niður í 1,5%.

Verðbólga fór hæst í 2,6% árið 2008.

Til samanburðar mældist 6,5% verðbólga hér í janúar síðasta liðnum.