Geir Lippestad, verjandi Anders Breivik, verður stjórnarformaður hugveitu (e: thinktank) sósíaldemókrata í Noregi. Aftenposten greinir frá þessu á vef sínum í dag. Hugveitan ber heitið Agenda og er svar vinstirmanna við hugveitunni Civita

Gerd Kristiansen, formaður Landsorganisasjonen í Norge, segir að Lippestad hafi verið mikilvæg rödd i samfélaginu. Hann hafi tekið ákafan þátt í umræðu um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. „Hugveita verður að geta tekið afstöðu til jafn stórra spurninga og komið þeim í umræðuna. Margir hlusta á Lippestad,“ segir Kristiansen.

Landsorganisasjonen í Norge eru stærstu launþegasamtök í Noregi.