Franska flugfélagið Air France áætlar að kostnaður þess vegna verkfalls flugmanna félagsins nemi 500 milljónum evra. BBC News greinir frá.

Pierre-Francois Riolacci, fjármálastjóri fyrirtæksins, segir að flugfélagið hafi þegar misst af 320-350 milljónum evra í tekjur vegna verkfallsins. Að auki muni fyrirtækið missa viðskipti á komandi mánuðum vegna verkfallsins, sem þó er lokið.

Air France greinir jafnframt frá því að flugfarþegum fyrirtækisins hafi fækkað um 15,9% í september. Einnig séu bókanir næstu þrjá mánuði mun færri en búist var við.