Talið er að jólaverslunin hafi verið 15 til 20% meiri þetta árið en um síðustu jól. Ljóst er því að mikill kraftur er í verslunarmönnum og það er því vel við hæfi að ræða við Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Rætt verður við Sigurð um jólaverslunina, breytingar á verslunarháttum og ýmislegt annað er tengist verslun og þjónustu.

Að því loknu ætlum við að færa okkur yfir í netheima en mikill kraftur hefur verið í vexti netsins á þessu ári og líklega fylgjast fáir betur með því en Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Modernus, en þeir sjá um allar vefmælingar hér á landi. Við ætlum að fara yfir þróun mála á netinu það sem af er árinu og skygnast inn í framtíðina.

Í lokin ætlum við síðan að heyra í Gísla Gíslasyni bæjarstjóra á Akranesi en þar er verið að ganga frá fjárhagsáætlun bæjarins.