Rakaskemmdir á húsnæði Menntaskólans við Sund í Gnoðarvogi virðast talsvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu samkvæmt nýju minnisblaði fasteignadeildar Framkvæmdasýslu Ríkiseigna (FSRE).

Í febrúar, eftir úttekt verkfræðistofunnar EFLU, var greint frá því að hluti húsnæðisins hafi orðið fyrir skemmdum. Loka þyrfti einu svæði á þriðju hæð og aðstöðu nemenda á fyrstu hæð en stærsti hluti skólans myndi nýtast áfram til skólastarfs.

Rannsóknir hafi nú sýnt fram á töluvert lekavandamál af þaki í eldri hluta skólans sem hefur valdið umtalsverðum rakaskemmdum og nýlega komu í ljós skemmdir í nýbyggingu skólans, sem tekin var í notkun 2016.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði