Breyttir staðlar um þjóðhagsreikninga verða teknir í notkun í næsta mánuði en á meðal þess sem þeir hafa í för með sér eru nýjar aðferðir við að meta greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbússins. Áætlað er m.a. að viðskiptajöfnuður verði hagstæðari um sem nemur 13% samkvæmt nýja matinu. Ríkarður Bergstað Ríkarðsson, forstöðumaður greiðslujafnaðardeildar upplýsingasviðs Seðlabankans kynnti niðurstöðurnar á fundi sem haldinn var um málið í vikunni.

VB Sjónvarp ræddi við Ríkarð.

Fjallað er ítarlega um nýja staðla í þjóðhagsreikningum í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .