*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 17. janúar 2015 11:10

Viðskiptavinir borga bankaskattinn

Þorsteinn Víglundsson segir viðskiptavini bankanna greiða fyrir skattlagningu bankanna.

Ritstjórn
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Haraldur Guðjónsson

„Við þurfum að vera alveg skýr í kollinum með það að þegar við erum að skattleggja þjónustugrein eins og fjármálafyrirtæki, þá eru það viðskiptavinirnir sem greiða hann. Þannig að við erum bara að skattleggja atvinnulíf og heimili í landinu enn frekar.“ Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson á skattadegi Deloitte og Viðskiptaráðs í vikunni.

Vísaði hann þar til sérstakrar skattlagningar á fjármálafyrirtæki, sem meðal annars standi undir niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum einstaklinga.

„Staðreyndin er einfaldlega sú að vaxtamunur bankanna er sennilega hálfu prósenti hærri en hann þyrfti að vera vegna sérstakrar skattheimtu ríkissjóðs. Hvort hann er kominn þangað get ég ekki fullyrt um en hann mun augljóslega enda þar. Það erum við, neytendur og fyrirtækin í landinu, sem greiðum þennan kostnað,“ bætti hann við.