Í morgun fóru í gegn viðskipti með tæplega 20,7 milljónir hluta, eða sem nemur nærri 7,7% af heildarhlutafé fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýn. Gengið í viðskiptunum var 63 krónur á hlut og því var kaupverð um 1,3 milljarðar króna.

Eru þetta önnur stóru viðskiptin með hlutabréf Sýnar í vikunni en á þriðjudaginn fóru í gegn eins milljarðs króna viðskipti með ríflega 6% hlut félaginu. Meðal seljenda í því tilviki var Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, sem seldi 1,9% hlut fyrir 320 milljónir króna samkvæmt flöggunartilkynningu.

Sýn hefur verið mikið umræðunni eftir að nýstofnaða fjárfestingafélagið Gavia Invest varð stærsti hluthafi Sýnar eftir að hafa keypt 12,7% hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra Sýnar, fyrir ríflega 2,2 milljarða króna. Fjallað var um Gavia í Viðskiptablaðinu í dag en greint var frá því að Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, sé stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins.

Sjá einnig: Telur fjárfesta vanmeta Sýn verulega

Gavia, sem er hefur eignast yfir 16% hlut í Sýn, fór í síðustu viku fram á að stjórn Sýnar boði til hluthafafundar þar sem ný stjórn verður kjörin.

Stærstu hluthafar Sýnar 31. júlí 2022

Hluthafi Fjöldi hluta í %
Gildi 34.440.655 12,83
Gavia Invest 29.296.875 10,92
LSR (A- og B-deild) 27.000.000 10,06
LIVE 24.822.485 9,25
Arion banki 23.179.895 8,64
Kvika banki 16.514.871 6,15
Birta 13.726.660 5,11
Sjóvá 10.731.271 4,00
Akta Stokkur 8.496.643 3,17
Frostaskjól 7.485.826 2,79
Festa 7.351.842 2,74
Landsbankinn 5.094.574 1,90
Halldór Kristmannsson 4.205.274 1,57
Tækifæri 4.065.462 1,51
Acadian Frontier Markets Equity 3.963.412 1,48
Akta HL1 3.129.610 1,17
Íslandsbanki 3.049.199 1,14
Akta HS1 2.994.972 1,12
Stefnir - Innlend hlutabréf 2.984.985 1,11

Heimild: Nasdaq Ísland. Ath. að listinn tekur aðeins til hluta í beinni eigu fjárfesta. Sem dæmi er eignarhlutur Gavia því yfir 15% líkt og kom fram í flöggunartilkynningu í síðustu viku.