*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 4. júní 2018 16:15

Vigur til sölu á 300 milljónir

Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist vegna eyjunnar, meðal annars erlendis frá.

Ritstjórn
Eyjan Vigur er til sölu og ásett verð eru 300 milljónir króna.
Aðsend mynd

Eyjan Vigur, sem staðsett er í Ísafjarðardjúpi hefur verið auglýst til sölu á fasteignavef mbl.is.  

Fasteignasalan Borg sér um söluna á eyjunni, sem er samtals 45 hektarar að stærð. Þar af eru ræktuð tún um 10 hektarar. Vatnsuppspretta er á eynni og rafmagn er leitt þangað úr landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Ólafssyni, fasteignasala sem sér um söluna á eyjunni, þá er ásett verð eignarinnar 300 milljónir króna. Að sögn Davíðs er áhuginn á eyjunni mikill og til marks um það hafa fyrirspurnir borist víðsvegar erlendis frá. Miklir möguleikar og tækifæri felist í þessari eyju, meðal annars í ferðaþjónustu. Einnig bendir hann á að yfir 10 þúsund gestir heimsæki staðinn árlega.        

Í auglýsingunni kemur fram að eyjan seljist í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Þó kemur fram að Viktoríuhúsið og Myllan sem standa á eynni, séu í eigu þjóðminnjasafnsins.

Stikkorð: Vigur Davíð Ólafsson eyja