Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt við viðskiptaskor Háskóla Íslands, segir í samtali við Viðskiptablaðið að í ljósi atburða dagsins hafi eitthvað verið að fara að gefa eftir innandyra hjá Glitni og augljóslega lítið traust á stjórnendum bankans.  Aðspurður um hugsanlega myndun yfirtökuskyldu á ríkið í kjölfar inngripsins þá sé það mögulegt en þó á þvi verði sem þeir komi inn á.  Það verð hugnist þó ekki endilega öðrum hluthöfum.