Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur verið kjörinn 1. varaforseti ASÍ og Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja hefur verið kjörinn 2. varaforseti.

Vilhjálmur hlaut 171 atkvæði eða 59,8% greiddra atkvæða en Guðbrandur Einarsson 115 atkvæði eða 40,2% atkvæða en þrjú atkvæði voru auð eða ógild. Vilhjálmur Birgisson hugðist áður bjóða sig fram sem 2. varaforseti.

Vendingar urðu hins vegar í dag þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró framboð sitt sem 1. varaforseti til baka.

Í samtali við Mbl.is sagðist Ragnar hafa viljað skapa sátt innan sambandsins. „Ég tók ákvörðun um að draga fram­boð mitt til baka til að skapa sátt inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar, sem er ennþá upp­full af vondri póli­tík og taum­lausu hatri,“ sagði Ragn­ar.

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands var því sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta.