Grísk stjórnvöld hafa lagt til að nýta nemendur, húsmæður og jafnvel ferðamenn til að framkvæma leynilegt skattaeftirlit. Eru þetta á meðal fjölmargra umbótatillagna til að geta notið 7,2 milljarða evra fjárstuðnings frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins.

Financial Times hefur undir höndunum ellefu síðna bréf sem Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sendi til Jeroen Dijsselbloem, hollensks sendifulltrúa sem leiddi viðræðurnar 19 annarra fjármálaráðherra Evrópusambandsríkja við Grikkland.

Í bréfinu umbótatillögurnar eru útskýrðar og meðal þeirra er einnig áætlun um að gefa út sérstök starfsleyfi til netspílavíta sem hafa aðsetur á Grikklandi en grísk stjórnvöld gera ráð fyrir að þau gætu aflað allt að 500 milljónum evra á ári.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .