Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa beint því til forseta Alþingis í umræðum í dag að þingfundi verði frestað í kvöld á meðan borgarafundur Ríkisútvarpsins á Ísafirði fer fram.

Þuríður Backman, sem stýrir þingfundi, hefur ekki vilja kveða upp úr um það að fundi verði frestað. Bein útsending verður frá borgarafundinum í Sjónvarpinu.

Enn óvíst um þinglok

Þingmenn hafa í dag rætt frumvarp til stjórnarskipunarlaga en tillaga Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að umræðunni verði frestað svo hægt verði að ræða heimild til samninga um álver í Helguvík, var felld fyrr í dag.

Það voru þingmenn Samfylkingar, Framsóknar, VG og Frjálslyndra sem felldu tillöguna.

Ekki liggur enn fyrir hve langt fram að kosningum þingið mun starfa.