ÁTVR mun fara fram á lögbann á vefverslanir sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda. ÁTVR segir að starfseminni sé beint gegn lögbundnum einkarétti ÁTVR á smásölu áfengis, sem hafi verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu.

Ný vefverslun Santewines, sem rekin er af Arnari Sigurðssyni hefur vakið nokkra athygli. Verslunin er hýst í Frakklandi og Arnar hefur sagst þess fullviss að hún standist öll lög. Arnar hefur sjálfur boðað málaferli gegn ÁTVR vegna notkunar á nafninu Vínbúðin. Þá hyggst hann senda kvörtun til ESA, Eftlirlitsstofnunar EFTA, þar sem hann segir ÁTVR niðurgreiða smásölu á áfengi að því er RÚV greinir frá.

Netverslunin Bjórland starfsemi á síðasta ári og jukust vinsældir hennar töluvert í vetur líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um.

ÁTVR segir nauðsynlegt að fá úr lögmætinu skorið fyrir dómsstólum og hafa því undirbúið lögbannskröfu, kæru til lögreglu og dómsmál í kjölfarið.

„Einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum og því mati löggjafans að markmiðum um heilsu þjóðarinnar verði ekki náð með öðru og vægara móti. Verði starfsemi vefverslana í beinni samkeppni við smásölu ÁTVR látin óáreitt felur það í sér grundvallarbreytingu á áfengisstefnunni og forsendum fyrir rekstri fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu ÁTVR.