Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að gert sé ráð fyrir að áframhaldandi fjármögnun byggingar Tónlistarhússins verði tryggð næstu mánuði með „brúarláni”.   „Varðandi fjármögnun verkefnisins, þá munum við byrja á svokölluðu „brúarláni”. Það dekkar fyrstu sex mánuðina og gefur svigrúm til frekari vinnu. Um leið og samkomulag er í hendir getur ÍAV hafið vinnu við húsið að nýju.” Hann segir að samningamálin séu á réttri leið varðandi yfirtöku Austurhafnar á Eignarhaldsfélaginu Portusi hf. sem var eignaraðili verkefnisins.   „Það eru meginlínurnar komnar, en ekki allt frá gengið. Ég á þó von á að þetta fari að klárast,” segir Stefán.