Unnið er að slitum tveggja sjóða á vegum Landsbankans, Fyrirtækjabréfa Landsbankans og Vísitölubréfa Landsbankans.

Þetta kemur fram á vef Landsbankans en samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni og verður Vísitölubréfum Landsbankans því slitið á næstu vikum.

„Nánar verður tilkynnt um slit sjóðsins þegar endanleg útfærsla liggur fyrir,“ segir á vef bankans.

Þá er vakin athygli á því að uppgjör viðskipta í sjóðum sem eru gerðir upp í erlendir mynt geta dregist þar sem öll slík viðskipti þurfa að fara í gegnum Seðlabankann.

Í dag, 2. mars er hins vegar opið fyrir viðskipti með eftirtalda sjóði Landsvaka:

  • Safnbréf varfærin (opnaði 16.01.2009)
  • Safnbréf framsækin (opnaði 16.01.2009)
  • Safnbréf blönduð (opnaði 16.01.2009)
  • Landsbanki Global Equity Fund - (opnaði 18.11.2008)
  • Landsbanki Nordic 40 - (opnaði 09.12.2008)
  • Markaðsbréf stutt - (opnaði 18.11.2008)
  • Markaðsbréf meðallöng - (opnaði 18.11.2008)
  • Markaðsbréf löng - (opnaði 18.11.2008)
  • Skuldabréfasjóður Landsbankans - (opnaði 14.11.2008)
  • Sparibréf Landsbankans - (opnaði 14.11.2008)
  • Úrvalsbréf Landsbankans - (opnaði 12.12.2008)