*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 27. desember 2007 10:18

Viðskipti með Glitni fyrir 7,46 milljarða króna

Ritstjórn

Utanþingsviðskipti með bréf Glitnis námu 7,46 milljörðum króna fyrir opnun markaðar í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi viðskiptanna var 21,85 krónur á hlut, sama verð og  síðasta dagslokagengi. Ekki er vitað hverjir standa að baki viðskiptunum.

Viðskiptin voru ekki verðmyndandi. Bréf bankans hafa hækkað um 0,23%, þegar þetta er skrifað.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,22%. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest eða um 11,76%, Exista hefur hækkað um 4,19% og Spron hefur hækkað um 4,11%.