Forstjóri Nýsis væntir þess að samkomulag við kröfuhafa félagsins náist í þessum mánuði. Kröfuhafar hafa ekki gengið að sáttatilboði sem Landsbankinn lagði til.

Enn er unnið að því að finna lausn á greiðslu skulda Nýsis til þeirra sem eiga óveðtryggðar kröfur á félagið, en kröfuhafar hafa ekki samþykkt sáttaleið sem Landsbankinn lagði til fyrr í sumar.

Óveðtryggðar skuldir Nýsis nema, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, 10- 15 milljörðum króna. Þær eru að mestu leyti í formi skuldabréfa og víxla og er meirihluti þeirra í eigu lífeyrissjóða, verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .