Gengi hlutabréfa í breska fjarskiptafélaginu Vodafone hefur hækkað um 5,8% í dag, en félagið er skráð í London Kauphöllina.  Þetta kemur fram í frétt hjá Bloomberg .

Þegar fréttin er skrifuð stendur gengi félagsins í rúmum 124 sterlingspundum á hlut, en gengi félagsins hefur ekki verið hærra síðan í júní í fyrra.

Vodafone hefur að undanförnu verið í samrunaviðræðum við tvö mismunandi fjarskiptafélög. Félagið er í viðræðum við franska fjarskiptafélagið Iliad SA um samruna á rekstri félaganna beggja á Ítalíu, að því er kemur fram í frétt hjá Bloomberg. Við samrunann yrði félagið með árlegar tekjur upp á 6 milljarða evra eða um 875 milljarða króna.

Samkvæmt frétt Bloomberg var Vodafone einnig í viðræðum um kaup á breska fjarskiptafélaginu Three, en viðræðurnar áttu sér stað seint á síðasta ári. Þær leiddu ekki til samruna og eru félögin ekki lengur í samningaviðræðum.