*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 19. júlí 2016 14:42

Vörubílaframleiðendur sektaðir

ESB sektar stærstu vörubílaframleiðendur Evrópu um samráð sem stóð yfir í 14 ár um metfjárhæðir.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Evrópusambandið hefur sektað stærstu framleiðendur vörubíla í Evrópu um metfjárhæð, eða 2,9 milljarða evra fyrir samráð sem stóð yfir í 14 ár.

Samráð vegna útblástursreglugerða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi haft samráð um verð og unnið saman að tímasetningu þess að ný útblásturstækni var kynnt til sögunnar og hvernig kostnaðinum af henni var komið áfram.

Er sektin meira en tvöfalt hærri en síðast þegar hópur fyrirtækja fékk sekt fyrir samráð.

Man, í eigu Volkswagen upplýsti um samráðið

Vörubílaframleiðandinn MAN, í eigu Volkswagen, þurfti ekki að greiða neina sekt þrátt fyrir að hafa tekið þátt í samráðinu því fyrirtækið upplýsti um samráðið.

Fyrirtækið ásamt þeim fjórum sem verða sektuð framleiða 9 af hverjum 10 vörubílum á mörkuðum Evrópusambandslandanna.

Daimler sektað mest eða um rúmlega milljarð evra

Stærstu sektina fékk Daimler, nam hún 1,01 milljarði evra, DAF Trucks voru sektaðir um 752,68 milljón evrur, Volvo, stærsta fyrirtæki Svíþjóðar, fékk sekt sem hljóðaði uppá 670,45 milljón evrur og Iveco var rukkað um 494,61 milljón evrur.

Útblástursreglur Evrópusambandsins hafa verið þrendar í áföngum, komu hinar svokölluðu Euro I reglur fram árið 1993, og síðan árið 2014 hefur sérhver nýr vörubíll þurft að hlíta Euro VI stöðlum, þetta hefur neytt vörubílaframleiðendur til að fjárfesta í dýrri tækni, eins og útblástursfilterum.

Stikkorð: Evrópusambandið Daimler samráð Volvo Man sekt DAF vörubílar Iveco
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is