WOW air mun hefja flug til Stokkhólms næsta vor. Félagið mun fljúga á Arlanda flugvöll sem er stærsti flugvöllur Svíþjóðar og mikilvægur tengiflugvöllur fyrir Skandinavíumarkað. Þaðan eru flogið til 172 áfangastaða og er þar mjög góð tenging til Austurlanda nær sem fjær.

WOW air mun fljúga þrisvar sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá og með 1. júní 2014 og mun halda áfram áætlunarflugi allt árið um kring í tengslum við Bandaríkjaflug félagsins.

Í Svíþjóð búa um 9 milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandinavíu. Ferðamönnum frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem hafa sótt Ísland heim á þessu ári. Frá janúar til byrjun september hafa 66.546 Svíar komið til landsins.