Árið 2005 var yfir 80% þess rækjuverðmætis sem unnið var á Íslandi innflutt og hefur hlutfall innfluttrar rækju aukist jafnt og þétt síðustu ár, að sögn Hagstofu Íslands.

Innflutt hráefni til fiskvinnslu var 186.143 tonn árið 2005 og dróst saman um 13.507 tonn frá fyrra ári eða 6,8%. Verðmæti þessa innflutnings var 5,1 milljarður sem er 1,5 milljörðum minna en 2004. Aukning varð í innflutningi á þorski, norsk-íslenskri síld og kolmunna, en minna var flutt inn af loðnu.