Michael Horn, forstjóri Volkswagen fyrir Bandaríkjamarkað hefur yfirgefið fyrirtækið. Uppsögn Horn kemur sex mánuðum eftir að upp komst um að fyrirtækið hefði hannað hugbúnað sem hannaður var til að sniðganga útblástursviðmið.

Sölutölur Volkswagen í Bandaríkjnunum hafa hríðfallið í kjölfar málsins, dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum og saksóknari í Þýskalandi eru báðir að rannsaka fyrirtækið auk þess sem fyrirtækið hefur tekið til hliðar gríðarlegar fjárhæðir til að greiða sektir.

Hinrich Woebcken, stjórnarmaður fyrirtækisins í Bandaríkjunum mun taka við starfinu þar til varanlegur arftaki er ráðinn.