Snarpur samdráttur varð á þýskri iðnaðarframleiðslu í september. Framleiðslan dróst saman um 3,6%, borið saman við ágúst.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Tölurnar hafa vakið upp ótta manna um að þegar sé samdráttur í Þýskalandi, sem er stærsta hagkerfi Evrópu.

Greiningaraðilar gerðu flestir ráð fyrir u.þ.b. 2% samdrætti í framleiðslu.

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi minnkaði á 2. ársfjórðungi og búist er við að svo hafi einnig verið á 3. fjórðungi, en tölur um það verða birtar 13. nóvember. Fari svo verður Þýskaland formlega siglt inn í samdráttarskeið, en opinber skilgreining á samdrætti er að verg landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð.