Töluverð umræða hefur verið um ákvörðun stjórnar Festi að segja upp forstjóra félagsins. Varaformaður stjórnar er Margrét Guðmundsdóttir sem hefur mikla reynslu í íslensku og dönsku viðskiptalífi.

Frjáls Verslun tók viðtal við Margréti fyrir 30 árum síðan, snemma árs 1992, þar sem hún starfaði þá fyrir Q8, stærsta olíufélag Danmörku á þeim tíma. Viðtalið er fróðlegt en þegar það var tekið var Margrét 37 ára gömul og hafði starfað fyrir Q8 í fimm ár.

Allar spurningar í viðtalinu ættu við dag nema ef til sú síðasta. Það er ósennilegt að blaðamaður myndi spyrja hennar sem sést best hvernig tímarnir hafa breyst síðustu 30 árin.

Margrét hætti hjá Q8 árið 1995, fluttist til Íslands og varð framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005. Margrét starfaði sem forstjóri Austurbakka, síðar  Icepharma hf. árin 2005-2016. Margrét settist í stjórn N1 árið 2011, var um tíma stjórnarformaður Festi og núna varformaður stjórnar, auk þess að sitja í stjórnum annarra félaga.

Breytum hugmyndum í veruleika

Margrét Guðmundsdóttir Frjáls verslun
Margrét Guðmundsdóttir Frjáls verslun

Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem hasla sér völl í æðstu yfirstjórn stórfyrirtækja erlendis. Sú ætlun var heldur ekki ofarlega í huga hjá Margréti Guðmundsdóttur að fylla þann flokk nokkrum árum síðar þegar hún, árið 1974, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands.

Hún lauk cand. oecon. prófi frá HÍ 1978 en í háskólanum tók hún virkan þátt í félagslífi og síðasta árið var hún formaður AIESEC-nefndar og átti það eftir að hafa sínar afleiðingar. AIESEC eru alþjóðasamtök hagfræði- og viðskiptafræðinema og hafa höfuðstöðvar í Brussel en Margréti bauðst vinna þar sem hún þáði. Hún var þar í 1 ár og fluttist þaðan til Kaupmannahafnar 1979 þar sem hún hefur búið síðan.

5 ár hjá Esso

Frjáls verslun tók Margréti Guðmundsdóttur tali og var þá nærtækast að spyrja hana að því hvers vegna hún væri ekki farin heim fyrir lifandi löngu því hún lauk cand.merc. prófi frá Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn 1981, þá 27 ára gömul en með víðtæka menntun og reynslu úr atvinnulífinu.

„Já, það er nokkuð sérstakt því hugurinn stefndi heim eins og reyndar alltaf en maðurinn minn, Lúðvíg Lárusson, var í námi í sálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla á þessum tíma og ég ákvað að reyna að fá vinnu meðan hann var að klára. Það gekk ekki alveg nógu vel þannig að til að nýta tímann skrifaði ég bók um starfsmannastjórann á meðan. Sú bók hefur víst talsvert verið notuð við kennslu heima þótt ég tæki kannski aðeins öðruvísi á efninu ef ég væri að skrifa svona bók í dag. Þá gerðist það að Esso hér í Danmörku auglýsti stöðu hagfræðings í starfsmannadeild lausa og umsækjendurnir voru á milli 70 og 80. Ég var ótrúlega heppin og fékk starfið. Það, sem gerði útslagið, held ég að hafi verið reynsla mín frá Brussel en ég var orðin nokkuð góð í ensku eftir þetta ár og alþjóðafyrirtæki eru mörg hver mjög opin fyrir útlendingum,“ heldur Margrét áfram og vill gera sem minnst úr þessum árangri.

„Ég var í 5 ár hjá Esso í ýmsum störfum í starfsmannadeild og síðast í markaðsdeild. Mér líkaði mjög vel hjá Esso en eftir 5 ár fannst mér kominn tími til að breyta til. Kuwait Petroleum hafði skömmu áður fengið nýjan prófíl, „Q8“, sem hafði vakið mikla athygli hér í Danmörku vegna mjög góðrar markaðssetningar á hinu nýja nafni. Þegar Q8 auglýsti stöðu starfsmannaframkvæmdastjóra lausa var ég ekki í vafa um að það væri staða, sem mér þætti spennandi, og sótti um. Þetta var skref fram á við fyrir mig en þar sem ég vissi að fyrirtækið var mun minna en Esso var ég viss um að ég mundi ráða við það. Staðan hafði í för með sér að ég sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins ásamt 5 öðrum framkvæmdastjórum.

Það, sem ég hafði hins vegar enga hugmynd um, var að Q8 stóð í samningaviðræðum varðandi kaup á BP í Danmörku og þar með var litla fyrirtækið ekki lítið lengur heldur eitt stærsta olíufyrirtæki landsins með ca. 10 milljarða dkr. í brúttó veltu og rúmlega 20% af olíumarkaðnum. Við kaupin á BP var nauðsynlegt að breyta framkvæmdastjórn fyrirtækisins. í hinni nýju framkvæmdastjórn hafði ég áfram starfsmannamálin á minni könnu en samtímis tók ég mjög virkan þátt í sameiningu fyrirtækjanna. Við eyddum ótrúlega miklum kröftum í að vinna að markaðssetningu, „corporate culture" og þess háttar. Erfiðið hefur borið árangur því hér má nefna að við erum talin meðal fárra fyrirtækja, sem hafa sloppið vel í gegnum samruna, og staða okkar í dag er gjörólík stöðu þeirra fyrirtækja sem voru sameinuð um svipað leyti. í dag höfum við framkvæmdastjórn með 6 aðilum og þótt við höfum öll okkar ákveðnu svið er ætlast til að við getum hvenær sem er tekið að okkur önnur verkefni hvenær sem þörf krefur. Mín svið eru í dag tölvudeild, almannatengsl og markaðsrannsóknir.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði