Fyrir um tveimur árum síðan fékk Björgólfur Thor Björgólfsson loks félagsskap frá samlanda á milljarðamæringalista viðskipta - tímaritsins Forbes er Davíð Helgason komst inn á listann. Hann féll þó aftur af listanum fyrir rúmu ári síðan.

Davíð er einn þriggja stofnenda Unity. Hann starfaði sem forstjóri Unity fram til ársins 2014 en er enn í stjórn félagsins. Í sept - ember árið 2020 var félagið skráð í Kauphöll New York og hækkaði gífurlega í virði líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki í heimsfaraldrinum. Eftir skráningu átti Davíð 4% hlut í félaginu. Hann hefur aftur á móti lækkað eignarhlut sinn í félaginu í nokkrum skrefum síðan og á í dag um 2,4% hlut í félaginu sem metinn er á um 38 milljarða króna þegar þetta er skrifað.