Guðbjörg Matthíasdóttir á útgerðarfélagið Ísfélag Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni, en félagið er elsta starfandi hlutafélag á Íslandi og eitt stærsta útgerðarfélag landsins.

Á meðal eigna Guðbjargar og fjölskyldu, ýmist í gegnum Ísfélagið eða önnur félög, er hlutur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, allt hlutafé í innflutnings- og matvælaframleiðslufyrirtækjunum ÍSAM, Ora og Myllunni, 26% hlutur í Domino‘s á Íslandi og fasteignir á Korputorgi.

Þá hafa félög í eigu fjölskyldunnar átt hluti í Kviku banka, Arion banka, Íslandsbanka og Símanum.