Í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út á fimmtudag er ítarleg umfjöllun um eignarhald fyrirtækjanna sem skráð eru í Kauphöll Íslands.

Stærstu eigendur hvers félags eru tíundaðir auk frekari upplýsinga og því til viðbótar má finna ítarlegar úttektir á stærstu einka- og erlendu fjárfestunum, hlutafjáreign bankanna í Kauphöllinni fyrir hönd annarra, og sögu og stöðu sambands lífeyrissjóðanna við Kauphöllina.

Í samantekt um einkafjárfesta er farið yfir þá 10 stærstu eftir samanlögðu markaðsvirði.

5. Kjálkanes

Anna Guðmundsdóttir & Ingi Jóhann Guðmundsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Anna Guðmundsdóttir & Ingi Jóhann Guðmundsson

Fjárfestingafélagið Kjálkanes hefur notið góðs af mikilli hækkun á gengi bréfa Síldarvinnslunnar, en Kjálkanes er annar stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar á eftir Samherja og fer með 17,4% hlut sem er um 29 milljarða króna virði.

Stærstu hluthafar eru systkinin Anna Guðmundsdóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, með 45% hlut.

6. Hvalur

Kristján Loftsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Kristján Loftsson

Virði skráðra hlutabréfa Hvals hf., sem stýrt er af Kristjáni Loftssyni, nemur um 30 milljörðum króna. Stærsta eign Hvals í Kauphöllinni er 45,2% hlutur í Hampiðjunni og nemur markaðsvirði hlutarins yfir 24 milljörðum króna.

Í fyrra hækkaði Hlutabréfaverð í Hampiðjunni um rúman þriðjung en það sem af er ári hefur verðið lækkað um 4,3%. Stærstu hluthafar Hvals eru systkinin Kristján Loftsson og Birna Loftsdóttir og var eigið fé félagsins tæpir 26 milljarðar króna í lok síðasta árs.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út síðastliðinn fimmtudag. Hægt er að gerast áskrifandi hér.