Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarflugstjóri Icelandair, var sá tekjuhæsti í fluggeiranum hér á landi á síðasta ári með 3,8 milljónir króna á mánuði. Haraldur Ólafsson flugumferðarstjóri var næstur með 3,6 milljónir.

Nokkra athygli vekur að á topp 10 listanum eru fimm starfsmenn hjá ríkinu, þrír af þeim starfa hjá Landhelgisgæslunni og tveir eru flugumferðarstjórar. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

10 tekjuhæstu í fluggeiranum:

  1. Þórarinn Hjálmarsson, Þjálfunarflugstjóri Icelandair 3,8 milljónir króna
  2. Haraldur Ólafsson, flugumferðarstj. 3,6 milljónir
  3. Ólafur Bragason, flugstj. Icelandair 3,5 milljónir
  4. Garðar Árnason, flugöryggisfulltrúi Lanhelgisg. 3,4 milljónir
  5. Þórhallur Haukur Reynisson, flugrekstrarstj. Icelandair 3,4 milljónir
  6. Jakob Ólafsson, flugstj. Landhelgisgæslan 3,4 milljónir
  7. Björn Brekkan Björnsson, flugstj. Landhelgisg. 3,3 milljónir
  8. Þórður Guðni Pálsson, flugumferðarstj. 3,2 milljónir
  9. Ólafur Örn Jónsson, flugm. Atlanta 3,2 milljónir
  10. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstj. Icelandair 3,2 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.


Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði