Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði á dögunum fram skýrslu á Alþingi um innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Skýrslan var unnin af dr. Margréti Einarsdóttur vegna skýrslubeiðni undirritaðrar ásamt hópi þingmanna. Í henni er fjallað um hvort svokölluð gullhúðun hafi átt sér stað á málefnasviði ráðherrans árin 2010 til 2022. Gullhúðun eða blýhúðun kallast það þegar EES-reglur eru innleiddar í íslenska löggjöf með meira íþyngjandi hætti en EES-samstarfið kveður á um; ganga lengra en regluverk Evrópusambandsins. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi. Samkvæmt henni var um að ræða gullhúðun í yfir 40% tilvika þegar EES-gerðir voru innleiddar í landsrétt. Engar vísbendingar eru um að slíkum tilfellum fari fækkandi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði