*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Örn Arnarson
27. ágúst 2017 20:10

Vaxtaverkir umræðunnar

Þegar búið er að taka tillit til áhættulausra grunnvaxta kemur í ljós að álagning íslenskra fjármálafyritækja er í takt við nágrannalöndin.

Undanfarið hafa menn deilt á samfélagsmiðlum mynd sem sýnir nafnvexti á fasteignalánum með breytilega vexti hér á landi annars vegar og svo í nokkrum Evrópuríkjum hins vegar. Hallar nokkuð á Ísland í þeim samanburði og er þá krónunni, verðtryggingu eða öðrum fyrirbrigðum, sem einnig hafa gilda fjarvistarsönnun, kennt um.

Þessi framsetning byggir á ekki á grunnforsendu samanburðar á lánskjörum landa á milli. Forsenda þess að hægt sé að bera saman lánskjör sem almenningi stendur til boði í einu landi við annað er að taka tillit þeirra grunnvaxta sem gilda í hvoru hagkerfi fyrir sig. Ef það er ekki gert þá er hætta á að samanburðurinn verði villandi og leiði til vafasamra ályktana.

Stýrivextir seðlabanka og vextir á verðlagningu ríkisskuldabréfa er viðmið áhættulausrar ávöxtunar í hagkerfum. Þeir ráða ásamt öðrum þáttum fjármagnskjörum fjármálafyrirtækja hér á landi sem og annars staðar. Stjórn efnahagsmála ræður miklu um vaxtamyndunina.

Þegar búið er að taka tillit til þessara þátta kemur í ljós að álagning íslenskra fjármálafyrirtækja á grunnvexti þegar kemur að veitingu fasteignalána er í takt við það sem þekkist hjá lánveitendum að svipaðri stærð í nágrannalöndunum. Með öðrum orðum krefjast íslenskir lánveitendur almennt ekki hærra áhættuálags á fasteignalán en í nágrannaríkjunum.

Álagningin gæti reyndar verið enn lægri ef bankaskatturinn svokallaði, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja. væri afnuminn. Hann eykur fjármögnunarkostnað fjármálafyrirtækja auk þess sem hann skekkir samkeppnistöðuna verulega þar sem aðrir umsvifamiklir fasteignalánveitendur á borð við lífeyrissjóði greiða hann ekki.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.