Ástralska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á breska fjárhættuspilafyrirtækinu Bet365 sem tengist lögum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Bet365 hefur ekki svarað fyrirspurnum BBC sem greinir frá málinu.

Fjárhættuspilaiðnaðurinn hefur verið undir auknu eftirliti eftir að veðmál á netinu jukust í kjölfar heimsfaraldurs.

„Fyrirtæki sem geta ekki með fullnægjandi hætti haft stjórn á þessum áhættum gera sig berskjaldað fyrir misnotkun frá glæpamönnum,“ segir Brendan Thomas, forstjóri Australian Transaction Reports and Analysis Center (e. Austrac).

Stofnunin rannsakar einnig banka, spilavíti og fjárhættuspilafyrirtæki til að ganga úr skugga um að þau séu með öflugt eftirlitskerfi sem kemur í veg fyrir að þau græði á ávinningi glæpa. Samkvæmt áströlskum lögum er fyrirtækjum skylt að meta viðskiptavini sína og fylgjast með viðskiptum þeirra til að draga úr hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.