Gítarar og magnarar í eigu Marks Knopfler, gítarleikara í hljómsveitinni Dire Straits, seldust fyrir meira en átta milljónir punda á uppboði. Upphæðin var mun hærri en gert var ráð fyrir en Knopfler seldi meira en 120 gítara og magnara og fór 25% af ágóðanum til góðgerðarmála.

Stjarna uppboðsins var án efa Vintage Gibson Les Paul Standard gítarinn frá 1959 sem seldist á 693.000 pund og setti nýtti heimsmet á uppboði fyrir slíka vöru.

„Ég er svo ánægður að þessu ástsælu hljóðfæri muni finna nýja eigendur og ný lög ásamt því að safna peningum fyrir góðgerðarsamtök sem hafa mikla þýðingu fyrir mig. Það er mjög gott að verða vitni að því hversu mikils virði þessir gítarar eru fyrir svo marga og ég er líka ánægður að þeir muni halda áfram að veita öðrum gleði,“ segir Mark.

Á uppboðinu í London komu saman bjóðendur og kaupendur frá 61 landi og nam endanleg heildarupphæð, að meðtöldum iðgjaldi kaupenda, alls 8.840.160 pundum.

Mark Knopfler að spila á gítar á sviði í Zurich árið 2019.
© epa (epa)

Þá seldist Pensa-Suhr MK-1 frá 1988, sem Knopfler lék á 70 ára afmælistónleikum Nelson Mandela á Wembley, á 504.000 pund, þrátt fyrir að hafa verið metinn á aðeins 8 þúsund pund.

Hljómsveitin Dire Straits varð mjög vinsæl um miðjan níunda áratug og sérstaklega eftir að plata þeirra, Money for Nothing, var gefin út.

„Ég vona að allir þessir gítarar verði spilaðir, ég held að þeim gangi ekki of vel að lifa í kassa það sem þeir eiga eftir ólifað,“ sagði Knopfler í samtali við BBC í nóvember í fyrra.